Laugardagur, 10. mars 2007
Debetkort fermingarbarna
Bankarnir mega gefa út debetkort á 14 ára gömul börn, segir í Blaðinu í dag, og foreldrarnir þurfa hvergi að koma þar nærri. Lögfræðingar segja lögin alveg skýr og einhverjir benda á að svona geta foreldrar ekki misnotað fé barna sinna. Ég veit ekki hversu algengt það er.
Spurning mín er: Hvað gerist ef börnin fara yfir inneignina - þrátt fyrir að debetkort séu með betri stoppara en ávísanaheftin voru eru þess engu að síður dæmi að menn eyði umfram efni - og steypa sér í skuldir? Hvern ætla bankarnir að rukka? Eða lengja þeir þá bara í taumnum til að tryggja sér átthagabundna framtíðarviðskiptavini?
Lagagreinin sem Blaðið vísar í, 75. grein lögræðislaga, talar bara um sjálfsafla- og gjafafé, ekki aðferðina við að koma því út. Mér finnst ekki eins og minni hagsmunum sé þarna fórnað fyrir meiri.
Athugasemdir
Fái börnin útgefin debetkort án samþykkis og ábyrgðar foreldra hljóta bankarnir að bera tjónið ef kortin eru misnotuð með einum eða öðrum hætti.
Kristján Pétursson, 10.3.2007 kl. 13:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.