Þriðjudagur, 20. mars 2007
Nú er mér allri lokið
Veðrið gerir mér lífið leitt. Ég veit að ég má ekki kvarta í Reykjavík af því að það er meiri vetur í öðrum landshlutum, en mér finnst samt hábölvað að hjóla þegar rigningin er lárétt. Það er í raun ekkert sem hvetur mann til að sýna umhverfisvænleika sinn í verki - nema náttúrlega þrjóskan. Skjól og stígar gætu hvatt mig - og styrkt í mér þrjóskuna.
Í gærkvöldi hefur einhver sent á mig vúdú því að ég vistaði merkilegt skjal sem ég er að þýða á tempi og fann það alls ekki aftur, alls ekki, og er ég þó talsvert lunkin við það. Vúdú.
Undanfarið hef ég líka haft svo mikið að gera að ég hlunnfór mig í meira en viku um mínar reglulegu sundferðir sem er hábölvað.
Lengra geng ég ekki í ragninu og er þó af nógu að taka. Hnuss.
Athugasemdir
Þú ert alveg meyriháttar, maður byrjar að lesa fæslu þína með athygli og beinir augunum ekkert að neðri hluta greinarinnar, svo þegar maður dettur niður á síðustu setninguna byrtist myndin af kærasta Mjallhvítar og maður bara getur ekki annað en skellt uppúr, takk fyrir mig.
Lengra geng ég ekki í ragninu og er þó af nógu að taka. Hnuss.
Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 01:07
Grumpy greyinu var ætlað að lenda lengra til hægri en ég er bara ekki betur að mér í myndvinnslunni. Og hann kætti mig líka!
Berglind Steinsdóttir, 21.3.2007 kl. 09:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.