Vændi sér til afþreyingar

Ég fæ ekki betur heyrt en að vændi sér til framfærslu (206. gr.) sé bannað. Hugsanlega merkir það í reynd að þriðji aðili megi ekki hagnast á sölu líkama annars en ég gæti allt eins gagnályktað að vændi væri aðeins leyft sér til gamans, ef maður vildi safna sér fyrir utanlandsferð - eða kannski háskólanámi.

Svo er maður orðinn samdauna orðalaginu að ég hef aldrei fyrr veitt þessu athygli þótt það hafi iðulega borist um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta er dálítið undarlegt það er bannað sér til framfærlsu en leifilegt ef viðkomandi er ekki með það sem aðalstarf.  Skrítinn lög.  En er ekki frumvarp í gangi sem á að leifa vændi en það sé sakhæft að kaupa vændi. 

Þórður Ingi Bjarnason, 21.3.2007 kl. 08:09

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Akkúrat, og þess vegna er umræðan búin að vera svona þrálát undanfarið. Takk fyrir ábendinguna, Dúa. Eftir alla umræðuna í vor er niðurstaðan sem sagt nú sú að fólk má selja sig - en klám má ekki framleiða, flytja inn eða dreifa. Samt er klám auglýst daglega í sumum fríblöðum. Frítt. Og svo selt í sumum bókabúðum.

Ég er að reyna að átta mig á samhengi hlutanna.

Berglind Steinsdóttir, 21.3.2007 kl. 08:40

3 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Samt meiga  ferðamenn ekki koma hingað sem hafa áhuga á klámi eins og kom í ljós um daginn. 

Þórður Ingi Bjarnason, 21.3.2007 kl. 09:48

4 identicon

Sjálfbærar vændiskonur eru vistvænar. Dáldið eins og íslenska fjölskyldubúið, sem ber að vernda eins og kirkjujarðir. Sjálfsfróarinn arðrænir blíðusalann með því að kaupa sér klámblað. Bráðum kemur vor. Já, nei nei.

Kjartan Hallur (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband