Ég trúi á kynbundinn launamun

Oddný Sturludóttir og Heiðrún Lind Marteinsdóttir deildu um kynbundinn launamun í Kastljósinu. Önnur trúir á hann, hin ekki.

Setjum sem svo að við vöðum öll í villu og svíma og þessi 15% munur sé ekki kynbundinn, hvað veldur honum þá?

Lengri vinnutími?

Meiri ábyrgð?

Fleiri undirmenn?

Meiri afköst?

Meiri viðvera?

Færri veikindadagar?

Meiri samviskusemi?

Minni fjarvistir vegna barna?

Meiri menntun?

Meiri mannleg hæfni?

Almenn klókindi?

Betra skap?

Meiri þátttaka í félagslífi?

Skjótari ákvarðanataka?

Meira sjálfstraust?

Ríkari kaupkröfur?

Sannast sagna held ég enn að mismununin sé kynbundin. Og ég held að launaleyndin vinni líka gegn hagsmunum karla því að það er ekki sjálfgefið að karlar vilji svína á konum.

Þetta má alls ekki skilja sem gagnrýni á karlmenn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Heyrði um daginn að konur veiktust oftar. Veit ekki hvort það er satt, en í fréttinni var sagt frá því að það væri dýrara fyrir þær að kaupa sjúkratryggingar hjá tryggingafélögunum. Karlar hinsvegar deyja fyrr og því er dýrara fyrir þá að kaupa sér líftryggingar. Þetta tengist kannski ekkert kynbundnum launamun, sem ég hélt nú að flestir viðurkenndu sem staðreynd. Í tengslum við það fyrrnefnda rifjaðist upp fyrir mér ræðumaður sem fjallaði um sk. skyndidauða karlmanna á besta aldri, en hann sagði: "Karlar deyja, konur kveljast!"  En ég spyr: Getur óréttlátur launamunur haft áhrif á heilsu kvenna?

Jón Þór Bjarnason, 21.3.2007 kl. 21:42

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Nei nei.

Sigfús Sigurþórsson., 21.3.2007 kl. 21:48

3 identicon

Já þetta var athyglisvert viðtal.

Jú það er rétt hjá Heiðrúnu að það er ómögulegt að bera nákvæmlega saman karla og konur varðandi ábyrgð og eðli starfa þeirra.  Þó að tveir einstaklingar hafi sama starfstitilinn t.d. forstjóri olíufyrirtækis - er ekki þar með sagt að þeir séu að gera nákvæmlega sömu hlutina alla daga.  Fáránleg röksemdafærsla að af því að ekki sé hægt að sýna fram á 100% samanburð þá sé ekki mark takandi á þessum könnunum. 

Það er rétt að fleiri eldri konur eru með minni menntun en eldri karlar - en hvað með þá staðreynd að fleiri konur séu við nám á öllum skólastigum en samt hefur launamunurinn aðeins þokast um 2% á 10-15 árum???

Ekki hef ég heldur séð neitt um það að karlar hafi lækkað í launum við það að taka feðraorlof eða vera virkir í umönnun barna sinna.

Ég vona Heiðrúnar vegna að henni gangi vel í sínum ráðningarviðræðum - því að eins og auglýsingaherferð VR sýndi svo vel um árið er stór hluti skýringarinnar að við konur seljum okkur of lágt!!!

Erla (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 12:59

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

400 þúsund í brúttólaun þýðir kannski svona 280 þúsund útborgað. Enga konu þekki ég sem myndi fara fram á þessi dagvinnulaun. Erum við ekki þangað komin að við þurfum að fara að tala upphátt um tölur í staðinn fyrir að hvísla þeim upp í vindinn?

Vinur minn réði sig í vinnu nýlega og spurði mig hvað hann ætti að fara fram á. Ég svaraði að bragði 450 þúsund og hann skellti sér á lær, það var einmitt talan sem hann var með í huga. Að ógleymdum síma og bíl og endurskoðun eftir þrjá mánuði.

Samt missa elsku karlarnir líka úr í vinnu vegna eigin veikinda, veikinda barna, vegna þess að þeir skreppa í klippingu og þurfa að rabba lengi við þjónustufulltrúann.

Fæðingarorlofslöggjöfin átti að rétta kúrsinn, jafna hlut kynjanna og tryggja börnum samvistir við feður. Þetta hlýtur að koma.

Og ég vorkenni körlum fyrir alla þjóðfélagsumræðuna gegn karlkyninu. Maður er ekki almennilegur. 

Berglind Steinsdóttir, 22.3.2007 kl. 22:54

5 Smámynd: Björn Heiðdal

Staðreynd málsins er sú að karlar selja sig dýrar.  Konur eru nægjusamari eða vorkenna vinnuveitandanum meira.  

Launaleynd er nauðsynleg ef vinnuveitandi á að geta verðlaunað duglegt starfsfólk án þess að hækka launin hjá öllum hinum. 

Björn Heiðdal, 24.3.2007 kl. 05:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband