Prósenta eða prósentustig

Ég held að ég þekki muninn en ekki Trausti Hafliðason sem skrifar leiðara Blaðsins í dag.

Lárus Ingólfsson kenndi mér stærðfræði í 9. bekk og það var sko ekkert slor. Ég lærði svo mikið að ég fór fullnuma í máladeild og útskrifaðist úr stærðfræði með láði í 2. bekk.

Nei, grínlaust, Lárus var og er góður kennari. Og Trausti sagði í leiðaranum að munurinn á 29% og 43% væri 14 prósent - þegar hann hlýtur að meina prósentustig.

Ef 14% væri bætt við 29% væru það 4,06% og þá væri heildartalan 18,06%. Ef 14% eru dregin frá 43% eru það 6,02% og þá er talan 36,98%.

Hins vegar er munurinn á 43% og 29% 14 prósentustig sem er fasti.

Mér finnst þetta svo einfalt þegar ég hugsa þetta. Finnst einhverjum að ég ætti að leita Lárus uppi?

Ég ætla að prófa þetta: 20% af 10 eru 2, og 10-2=8. Ef við bætum %-merkinu aftan við má segja 10%-2%=8% þannig að þegar 10 minnka um 20% minnka þau um 2 prósentustig.

Mér finnst þetta snilldarleg pæling - en kannski aðeins of prívat. Gott að enginn les þetta ...

Ég gæti líka haft svona erindi um helmingi hærri upphæð (50%, 100 -> 150) og helmingi lægri upphæð (50%, 150 -> 75). Ég gæti ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Já já þetta er bara gott í bili.

Sigfús Sigurþórsson., 23.3.2007 kl. 07:28

2 identicon

Rifjar upp hjá mér fjölmargar stundirnar sem ég tók í að kenna einni skólasystur minni prósentureikning í grunnskóla. Kennararnir voru mjög misgóðir og höfðu lag á því að gera þetta flókið. Mér tókst venjulega að einfalda aðferðirnar og gera þetta með mínu lagi - líklega geri ég oftar en ekki hlutina með mínu lagi. Það varð líka til þess að um líkt leyti var "fækkað um mig" í vinnuskólanum þó það sé önnur saga. HUMM.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.3.2007 kl. 08:23

3 Smámynd: Steingrímur Ólafsson

Það er oft mjög kátlegt þegar fréttamenn t.d. vita ekki muninn á helmingi meira og tvöfalt meira. Og auðvitað venjast allir á þetta með tímanum. Heyrði í fréttum um daginn viðtal við mann vestur á fjörðum sem er í forsvari fyrir tónlistarhátíðina þar. Hann sagði að í fyrra hefðu verið 26 hljómsveitir sem tóku þátt, en í ár væru þær um helmingi fleiri. Væru 38 eða 39. Það var góð nýbreytni að heyra í manni sem veit hvað helmingur af einhverju er.

Steingrímur Ólafsson, 23.3.2007 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband