Sunnudagur, 25. mars 2007
Baugalínin í Kastljósi
Sérkennileg nálgun, viðtalið byrjar á því að mælandinn ber af sér skrök. Ekki datt mér í hug að Baugalín sem ég reyndar hef aldrei heyrt nefnda áður bæri þennan atburð ranglega á ónafngreindan mann. Eva María nálgast það þannig og sálfræðingurinn er líka látinn svara því fyrst eins og að það sé það fyrsta sem áhorfendum gæti dottið í hug.
Sérkennilegt.
Athugasemdir
Ég sá ekki viðtalið en las bók Baugalínar á sínum tíma og býst við að Evu Maríu og henni hafi þótt nauðsynlegt að byrja svona vegna þess að mikið var gert til að koma lögum yfir manninn sem níddist á henni og systrum hennar en það tókst ekki. Í lok bókarinnar kemur fram að móðir hennar bjó þá enn með manninum og fullyrti að Baugalín og þrjár aðrar stúlkur í fjölskyldu hennar væru að ljúga upp á manninn.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2007 kl. 10:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.