Silfur vikunnar fær gull

Mér finnst margt og mikið um þau orð sem féllu og þá einstaklinga sem fram komu í Silfri Egils að þessu sinni en læt mér nægja að segja að ég átti óvenjulega erfitt með að slíta mig frá því þótt ég horfði á það í tölvu.

Jú, eitt til viðbótar, ég var (fyrr í vetur?) spennt að sjá hvor næði formannssætinu í Heimdalli, Erla Ósk Ásgeirsdóttir eða Heiðrún Lind Marteinsdóttir. Nú eru þær báðar búnar að vera í sjónvarpi í vikunni og áherslumunurinn er enginn nema jú, Erla trúir að launamunur sé að einhverju leyti kynbundinn meðan Heiðrún fullyrðir að hann sé enginn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hey Berglind. Er Silfur Egils aðgengilegt á netinu?

En bíddu, fylgistu virkilega með formannsslag í Heimdalli???? 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 26.3.2007 kl. 06:34

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, í gegnum Vísi, hér er þátturinn í gær.

Formannsslagurinn var háður undin lokin í fjölmiðlum og þegar tvær konur keppa um formannssæti í Heimdalli er það sögulegt. Að auki hafði Heiðrún Lind skrifað greinar í blöð undir heitinu Járnskvísan (sem ég skil sem tilvitnun í Margréti Thatcher) og enn fremur var hún kosningastjóri Gísla Marteins í prófkjöri og sagði m.a. að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, sem nú er borgarstjóri Reykvíkinga, væri kominn fram yfir síðasta söludag eða eitthvað álíka. Og mér finnst jafnrétti ekki bara snúast um jafnan rétt kynjanna, heldur líka rétt fólks til að njóta sín óháð aldri, litarhætti, trúarbrögðum o.s.frv.

Þetta var forvitnilegur formannsslagur. Og niðurstaðan varð það líka.

Berglind Steinsdóttir, 26.3.2007 kl. 07:53

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Takk kærlega fyrir upplýsingarnar um Silfur Egils. Kíki á þetta.

Hvað snertir formannsslaginn þá minnir þetta á að þau okkar sem erum erlendis getum fylgst með megninu af þeim fréttum sem hæst bera (af því það kemur á veffjölmiðlum) en við missum af öllum greinunum sem sendar eru inn í t.d. moggann. Ég heyri því alltaf af og til af einhverju sem allir hafa verið að tala um en af því það er ekki bein frétt missir maður alveg af því. þetta er slíkt dæmi.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband