Laugardagur, 17. janúar 2015
Er kímni gáfa?
Já! Og beitt vopn.
Ég veit að ég er margbúin að nota og vísa í þennan titil minn á BA-ritgerðinni um Hvunndagshetju Auðar Haralds en nú barst mér enn eitt tilefnið upp í hendurnar. Hvunndagshetjan var nefnilega bók vikunnar á Rás 1 rétt áðan. Hún kom fyrst út 1979, ég skrifaði um hana 1994 og útdrátt úr ritgerðinni 1995 og nú, 20 árum síðar, held ég að hún eigi enn erindi. Og eðlilega voru þau Nanna Hlín og Tyrfingur hrifin af henni í þættinum.
Húmorinn lifi!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.