Þriðjudagur, 27. mars 2007
Spaugstofulög
Umburðarlyndi mitt ríður ekki við einteyming. Ég horfði ekki á Spaugstofuna fyrr en áðan og blöskraði ekki neitt nema einstaka fúlir brandarar sem eru tímalausir, eins og *geisp* þegar iðnaðarmaðurinn vill hjálpa öllum og klúðrar öllu. Þegar þeir leggja sig fram í samtímanum eiga þeir oft góða daga. Ég horfi alltaf á Spaugstofuna ef ég get - og það hjálpar að hún er endursýnd tvisvar því að mér finnst leiðinlegra að horfa á hana í tölvu.
Ég styð Spaugstofuna og vil að Ágúst, Pálmi, Randver, Siggi og Örn haldi áfram. Ég horfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.