Föstudagur, 30. mars 2007
Daglegar auglýsingar í Fréttablaðinu og Blaðinu
Hvað dvelur orminn langa? Ansi margir luku upp einum munni um nauðsyn þess að koma í veg fyrir klám um daginn. Við erum andvíg vændi. Því til viðbótar vil ég segja að ég vil almennt ekki að fólk þurfi að gera það sem stríðir gegn sannfæringu þess eða velferð, vinna mannskemmandi vinnu, fá of lág laun eða hrærast í óheilbrigðu umhverfi.
Úr því að það er ólöglegt að framleiða, flytja inn og dreifa klámi - hvers vegna er þá vændi auglýst átölulaust í blöðunum? Eða er símavændi í lagi? Ég er t.d. að horfa á blaðsíðu 40 í Blaðinu og sé þar auglýsingu um símakynlíf. Má það?
Mikill meirihluti vill að kaup á vændi verði refsiverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvort það sé leyfilegt eða ekki undir núverandi lögum veit ég ekki, virðist alltaf vera túlkunaratriði.
En sjálfum finnst mér að bæði klám og vændi eigi að vera lögleg fyrirbæri svo lengi sem allir aðilar taka þátt af fúsum og frjálsum vilja. Siðferðislega stýringar er eitthvað sem á ekki heima á 21. öldinni.
Geiri (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.