Umræðan í Silfrinu

Þetta er hugsað sem rapport fyrir Stínu sem býr í Kanada og er nýbúin að uppgötva Silfur Egils á netinu.

Fyrst voru (sitjandi frá vinstri) Lúðvík Geirsson (bæjarstjóri í Hafnarfirði), Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (menntamálaráðherra, búsett í Hafnarfirði), Kristrún Heimisdóttir (lögræðingur, frambjóðandi Samfylkingarinnar) og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (frambjóðandi fyrir Vinstri græna). Þau ræddu íbúakosninguna í Hafnarfirði í gær um framtíð álversins.

Svo fór Lúðvík Geirsson, og Margrét Pála Ólafsdóttir, frumkvöðull Hjallastefnunnar, kom í hans stað.

Magnús Þór Hafsteinsson, Frjálslynda flokknum, talaði við Egil um hitamálið útlendinga, ekki síst af því að í Fréttablaðinu er í dag auglýsing frá flokknum um það hvernig þeir vilja taka á fjölgun útlendinga til landsins.

Skáldin Gunnar Smári Egilsson, Þráinn Bertelsson og Guðmundur Andri Thorsson töluðu um ... úps, þarna datt ég út, og loks var einhver Slavoj Zizek að tala um róttækni.

Eins og sést er heilmikið puð að skrifa svona rapport þannig að, Stína mín í Kanada, þetta verður síðasta skiptið, hemm hmm.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband