Setjum sem svo að Mjólkursamsalan hafi rétt fyrir sér

Ég hef ekki neinar forsendur til að giska á verð í ostakvóta eða hvort menn noti hann eða ekki. En setjum sem svo að Mjólkursamsalan ljúgi engu - ekki dettur mér í hug að væna hana um lygar - eigum við þá bara að vera glöð með að borga um og yfir 1.000 kr. fyrir kílóið af allrahanda ostum? Fyrir mig sem neytanda er Mjólkursamsalan ekki vandamálið, heldur ALMENNUR SKORTUR Á SAMKEPPNI.

Er hægt að auka samkeppnina? Eða verðum við vegna smæðar markaðar alltaf undirseld fákeppni?


mbl.is Mjólkursamsalan segir rangt að tilboð fyrirtækisins í ostakvóta hleypi upp verði á kvótum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Er ekki já gott svar við báðum spurningunum?

Sigfús Sigurþórsson., 1.4.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Hvoru tveggja, neytendum til mikilla hagsbóta, mun leysast þegar við verðum orðin Evrópuland, sem væntanlega verður innan 12 ára eða svo ;c)

Jón Þór Bjarnason, 2.4.2007 kl. 14:09

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Heyrðu nú mig, Jón Þór, við erum Evrópuland - landfræðilega. Ertu kannski að meina pólitískt? Og spáirðu okkur þá inngöngu í Evrópusambandið 2019?

En hvað með að fjölga allhressilega fólki (t.d. með innflutningi) til að skapa meiri samkeppnisgrundvöll, öhm humm hmm?

Berglind Steinsdóttir, 2.4.2007 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband