Þriðjudagur, 3. apríl 2007
Undarlegar eru fyrirsagnir bankanna
Glitnir segir, Glitnir segir ... að heimilin eigi núna meiri eignir en skuldir. Áreiðanlega er þetta eitthvert meðaltal og meðaltalsheimilismaðurinn er ekki til, ekki frekar en meðalneminn sem skólakerfið hnitast svolítið um.
Þetta með að eignir hafi aukist umfram skuldir - sem kemur að einhverju leyti til af því að íbúðir hafa hækkað í verði án þess að eigandinn hafi selt eða keypt, fjölskyldustærð breyst eða handbærum krónum fjölgað - minnir á þá fjöldamörgu sem bjuggu eitt árið allt í einu í stærri íbúðum en þeir keyptu AF ÞVÍ AÐ FARIÐ VAR AÐ REIKNA UTANMÁL ÍBÚÐA EN EKKI LENGUR INNANMÁL. Veggir voru þannig komnir inn í fermetrafjöldann - og fólk bjó þannig í stærra húsnæði. Ja, fjandinn fjarri mér.
Aðrar fréttir af fjárhagsstöðu heimilanna hafa undanfarið hermt að fólk nýti yfirdráttinn í botn á ný (eftir að íbúðalán bankanna komu til skjalanna 2004 og fólk tók þau frekar en neyslulán), íbúðir hafi verið settar á uppboð og að heimsóknum hafi fjölgað á Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna.
En Glitnir segir að eignir heimila hafi aukist umfram skuldir. Og hefur reiknað það út ...
Segja eignir heimila hafa aukist meira en skuldir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jesús Kristur og jóhannes,,,,,,,,, Fannst endilga ég vera að skrifa færsluna um allt aðra manneskju,,, og enginn segir neitt fyrr en þú gerir það núna. Berglind, ekki segja nokkrum lifandi manneskju frá þessu.
Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 19:22
Og kærar þakkir Berglind.
Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 19:22
Berglind þú segir: minnir á þá fjöldamörgu sem bjuggu eitt árið allt í einu í stærri íbúðum en þeir keyptu AF ÞVÍ AÐ FARIÐ VAR AÐ REIKNA UTANMÁL ÍBÚÐA EN EKKI LENGUR INNANMÁL.
Og ekki nóg með það, heldur og voru geymslur og annað allt í einu komið inn í fm. stærð íbúðar, þó þú byggir á tuttugustu hæð en geymslan niður í kjallara.
Sigfús Sigurþórsson., 3.4.2007 kl. 21:23
Ég leyfi mér að efast um að verðtryggingar á höfuðstól lána séu inni í þessum samanburði Glitnis.Verð á íbúðum hefur í reynd ekkert hækkað s.l.14.mánuði,séu kaupsamningar lagðir til grundvallar.Bankar og fasteignasalar reyna að halda verðinu uppi,það eru þeirra hagsmunir.Ég tel bankana ekki trúverðuga varðandi eignir og skuldir heimilanna,þar eru hagsmunir þeirra of afgerandi.
Kristján Pétursson, 3.4.2007 kl. 21:28
Sigfús, já, ég var búin að gleyma þessu með geymslurnar (æ, flytjum við ekki bara eldhúsið niður í geymslu, hehe?) og til viðbótar má segja að undanfarið hefur maður séð í auglýsingum bílskúr, jafnvel bílskýli, inni í fermetrafjölda í auglýsingum. Og til að kóróna hálfvitaganginn verð ég að rifja upp að a.m.k. tvisvar hef ég séð SVALIR taldar með (og nokkrum sinnum sólskýli). Heyr á endemi.
Kristján, ég er bara svo hjartanlega sammála þessu með bankana og fasteignasalana. Þeir eru hagsmunaaðilar og þeir eru alltaf spurðir um huglægar upplýsingar og afstöðu til mála. Þeir eru kannski ekki að ljúga en þeir leggja eitthvað annað til grundvallar svörum sínum en seljendur og kaupendur.
Berglind Steinsdóttir, 3.4.2007 kl. 22:51
Og ekki gleyma því að bílskúrar eru líka orðinn hluti af "140 fermetra eign til sölu" og eru allt í einu orðnir jafndýrir á fermetrann og íbúðin sjálf. Ég ætti sjálfsagt að fagna, á 40 fermetra bílskúr. Skúrinn minn er örugglega mjög huggulegur með smá yl og rennandi vatni en ég hef kosið að dvelja lengur í íbúðinni en skúrnum. Og allir eiga að búa mjög rúmt. Og já já.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 10:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.