Hófreykingamenn hryggjast

Kunningjakona verður fertug í haust og eðlilega byrjuð að huga að miklum gleðskap. Sjálf reykir hún og á marga vini sem reykja, sumir þeirra bara í hófum. Og nú þegar 1. júní er að bresta á með reykingabanni þyrmir allt í einu yfir hana og hún veltir fyrir sér hvort henni verði úthýst úr leigðum sal og/eða henni gert að úthýsa vinum sínum, hófreykingamönnunum.

Reykingar hafa aldrei pirrað mig, mögulega vegna þess að ég hef aldrei reykt og mögulega vegna þess að ég er skammarlega lítið lyktnæm yfirleitt. Ég er svolítið hugsi yfir banninu sem ég veit og skil að er ekki síst sett með starfsfólk í huga. Ég hef heyrt misjafnar sögur frá Bretlandi, sumir segja að bannið virki vel og aðrir ekki. Þegar ég var í New York í september sáum við aldrei neinn reykja enda eru reykingar þar ekki leyfðar en ekkert okkar í þeim hópi reykir þannig að þetta var ekki mikið athugunarefni hjá okkur.

Skyldi bannið ná tilgangi sínum á nokkrum mánuðum eða árum? Þetta verður kannski þvinguð hugarfarsbreyting og allir glaðir þegar upp verður staðið, humm hmm.

Mig rámar í að einhvern tímann hafi ekki verið bannað að reykja inni í bönkum, á Hlemmi og víðar og að reykingafólki hafi verið ógurlega brugðið þegar það var bannað.

Assgoti er maður annars heppinn að vera laus við þennan kaleik og þurfa bara að samhryggjast þeim sem eru það ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Undanfarin ár hef ég farið á nokkrar árshátíðir þar sem reykingar hafa ekki verið leyfðar. Þær hafa verið haldnar í húsakynnum íþróttafélaga þar sem ekki má reykja og farið fram vandræðalaust. Ég er að minnsta kosti mjög sæl enda fyrrum smóker og þoli illa reykingarlykt eftir það, finnst hún ákaflega ógeðfelld.

Ég hef þakkað þessum íþróttafélögum kærlega fyrir að taka þá ákvörðun fyrir samkvæmishaldara að samkomurnar eigi að vera reyklausar, og ég mun þakka lagabókstafnum þegar hann leggur sitt til.

Þeir sem kjósa að reykja fyrir utan slíkar samkundur, norpandi í hýjalíninu ættu að athuga forgangsröðina. Er það svona óskaplega nauðsynlegt að reykja ? 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 4.4.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband