Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Minnir mig á Andrés önd og félaga
*Bubbi byggir* hefur svo litla viðkomu haft hjá mér upp á síðkastið að ég get með sanni sagst ekkert vita um verðlagið hjá Byko og Húsasmiðjunni. Það sem Múrbúðin hefur nú gert er að vekja fólk til meðvitundar - og það er jákvætt.
Og þá rifjast upp teiknimyndasagan góða þegar Jóakim aðalönd auglýsti gott verð á kjólum í kjólabúðinni sinni, 119 danskar krónur (danska útgáfan í gamla daga). Konurnar sýndu engan áhuga. Þá auglýsti hann roknaútsölu og sagði að kjólarnir hefðu áður kostað 259 krónur en væru nú á aðeins 159 krónur.
Ég þarf ekki að segja neinum hvernig teiknimyndasagan endaði - en hvernig endar verðstríð dagsins í dag? Við fylgjumst spennt með framhaldinu.
BYKO segir ásakanir Múrbúðarinnar tilhæfulausar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.