Föstudagur, 6. apríl 2007
Barnamatseðill og unglingadrykkja
Ég er svo laus við kristilega þanka að mér er alveg sama þótt einhverjir ætli að vera með uppistandskeppni á föstudaginn langa og sjálf ætla ég hér og nú að gera grín að orðinu barnamatseðill sem sést iðulega á betri veitingastöðum. Mig langar t.d. alltaf að spyrja úr hvernig barni barnahamborgarinn sé gerður.
Svo heyrði ég nýlega einhvern benda á orðið unglingadrykkju til samanburðar við kaffidrykkju. Ekki orð um það meir.
Það er nú svo bjútífúl við tungumálið að það er lifandi og ekki alltaf rökrétt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.