Keisaramörgæsir og önnur undur

Ég hélt að myndin sem RÚV sýndi á föstudaginn langa væri eitthvað sérstök og setti mig í stellingar til að horfa. Svo var hún aðallega um stóran hóp kjagandi mörgæsa, nógu krúttleg svo sem en ekki það stórvirki sem mér hafði skilist. Allt snýst þetta um væntingar.

Núna er hins vegar á BBC Prime mynd sem heitir Deep Blue, og ætla ég að það vísi til hafdjúpanna, og hún er snilldarlega gerð um mörgæsir, ísbirni, hvali, marflær, steinbíta - og korter eftir. Heppilegt að ég get skrifað blindandi.

Annars er líka handbolti á RÚV núna svo að samkeppnin er hörð, humm hmm. Ísland hlýtur að hafa Túnis, VIÐ erum yfir núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband