Er Stefán Baldursson hæfastur til að stjórna óperunni?

Kannski.

Ég skil bara ekki að auglýsingin um þetta starf hafi farið framhjá mér og enn síður skil ég að ég finn alls ekki hverjir aðrir sóttu um starfið. Er þetta ekki eftirsóknarvert starf? Voru ekki margir um hituna?

Það getur vel verið að Stefán Baldursson sé sá besti, en ég skil ekki umræðuleysið. Og skortinn á upplýsingum. Nógu oft hefur verið galað þegar stjórar hafa verið ráðnir að Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu. Ég man í fljótu bragði eftir Viðari Eggertssyni og Þórhildi Þorleifsdóttur sem ollu einhverjum usla. Ég man ekki betur en að Stefán hafi stýrt Borgarleikhúsinu um tíma, og Þjóðleikhúsinu þangað til Tinna Gunnlaugsdóttir tók við fyrir tveimur árum eða svo. Sú ráðning læddist heldur ekki með veggjum.

Er þetta kannski einhver sjálfvirkni í Íslensku óperunni, sjálfvirkur ráðningarbúnaður? Hverjir aðrir sóttu eiginlega um?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann er alls ekki hæfastur. Þetta er bara gamla samtryggingarkerfið að verki. Þar sem bestir vinir aðals ganga á milli starfa

Stefán Baldursson hefur átt slæman stjórnunarferil sérstaklega í Þjóðleikhúsinu þar sem aðsóknin gjörsamlega hrundi.

BK 

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 8.4.2007 kl. 13:01

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ja, maður spyr sig ...

Berglind Steinsdóttir, 8.4.2007 kl. 15:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband