Ekki vanþörf á að birta söguna, hahha

Ég er búin að reyna að skilja hvað gerðist frá því að fréttirnar birtust fyrst en það eina sem ég sé alltaf þegar minnst er á þessa villuráfandi Breta er kona með sígarettu í munninum og slæðu um höfuðið. Það er ekki við íslenska fjölmiðla að sakast (og ekki mig!) því að þegar ég horfi á fréttina á Sky sé ég líka bara sígarettuna. Í mínu fagi, bókmenntum, er svona stundum kallað fleygur, eitthvað sem fangar alla athyglina.

Hún má reykja mín vegna og hún má klæðast því sem hún vill en það breytir því ekki að sígarettan hrópar á athygli mína. Og ég veit enn ekki hvað gerðist, held helst að breskir sjóliðar hafi stolist inn fyrir landhelgi Írana í þökk breskra stjórnvalda til að dreifa athyglinni frá einhverju ófýsilegra.

Smjörklípa?!

Og hver vill borga 33 milljónir fyrir sögubita af smjöri?


mbl.is Bresku sjóliðarnir fá að selja sögu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég er algjörlega sammál þér, auðvitað snýst þetta allt um áróður.

Tómas Þóroddsson, 8.4.2007 kl. 15:24

2 Smámynd: Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Það er af því að það er búið að gera okkur sem reykjum ekki svo meðvitaða um reyk og skaðsemi reyks og allt það að í hvert sinn sem við sjáum einvhern með vindling í munninum einblínum við á það.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson, 8.4.2007 kl. 23:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband