Mánudagur, 16. apríl 2007
8.618 bílar pressaðir í fyrra
DV segir að tæpir 9.000 bílar hafi lent undir pressunni á síðasta ári. Úrvinnslusjóður tekur á móti, borgar úrvinnslugjald og telur.
Ef rétt er munað er bílaeign landsmanna um 700 á hverja 1.000 íbúa og þá eru um 215.000 bílar í landinu. Þannig eru 9.000 stykki um 4% þeirra allra.
Þegar ég sá töluna á forsíðu DV fannst mér hún svakalega há og ég hef ekki skipt um skoðun. Meðalaldur bílanna var 13 ár. Fólk hendir bílunum sínum af því að það kemur nýrra módel og það hefur peningaleg efni á að kaupa sér nýjan.
Er ekki eitthvað vitlaust við þetta?
Tvennt rifjast upp fyrir mér. Ellamaja seldi bílinn sinn fyrir tveim árum, módel 1998, og prísaði sig sæla að hann seldist yfirleitt, 7 ára gamall og vel meðfarinn. Hún sagði að það væri byrjað að pressa bíla einu ári eldri.
Og Kjartan ætlar að kaupa gamlan óséðan pallbíl á 50.000 kr. af því að hann langar að gefa honum framhaldslíf.
... reyndar ekki bíllinn - og gæti þó verið, hann er enn óséður, hahha.
Gott að eiga svona meðvitaða vini.
Athugasemdir
Nákvæmlega! Það gerði Nissan Sunny minn þangað til í fyrra og var þá einmitt orðinn 18 ára ...
Berglind Steinsdóttir, 16.4.2007 kl. 23:09
Ég hef gaman af gömlum bílum og langar að eignast einn gamalan til að gera upp. vonandi veður úr því. En sem fjölskyldu bíl þá á ég mjög eftit með að eiga þá lengi skipti yfirleitt á 14.mánaða fresti. Er nú ný búinn að skipta og nú ættla ég að eiga hann næstu fimm árinn. Þetta hef ég líka sagt við síðustu fimm bíla sem ég hef átt en þessi skal vera lengi í minni eign.
Þórður Ingi Bjarnason, 17.4.2007 kl. 21:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.