Mánudagur, 16. apríl 2007
Atferli fólks í sundi ... er misgott
Ég er með hugmynd að lausn: Fjölgum sundlaugunum, en byrjum á því að stækka sundlaugina við Barónsstíginn. Fáum útilaug til viðbótar við innilaugina. Þar er pláss og þar vantar tilfinnanlega fleiri sundbrautir. Vilhjálmur Vilhjálmsson má eiga hugmyndina með mér.
Þegar ég er búin að láta svona í ljósi gremju mína yfir atferli fólks í laugunum þetta er nefnilega ekkert óalgengt verð ég að segja að mér fannst laugin á Dalvík mjög skemmtileg þegar ég fór í hana fyrir löngu. Þar var spiluð tónlist! Mér finnst sérlega gaman að fara í sund þegar ég er utan Reykjavíkur. Hvernig ætli laugin sé annars á Reyðarfirði? Ég þarf að gá í því í sumar hvort þar er laug yfirleitt.
Athugasemdir
Held að það sé ekki laug á Reyðarfirði en það er "Efna"laug á Eskifirði sem ég mæli með
hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 13:21
Ahhahahaha, ég þorði einmitt ekki að nefna Eskifjörð.
Berglind Steinsdóttir, 17.4.2007 kl. 20:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.