Kemur núna ,,kippur á fasteignamarkaðinn"?

Víst hljómar þetta vel með óverðtryggða erlenda lánið, en það er ekki jafn gott að fasteignasölurnar eru núna vísar með að vísa til þessa og tala um kipp á fasteignamarkaði eins og hann sé æskilegur. Kaupendur vilja stöðugleika og ég þori að hengja mig upp á að seljendur vilja líka stöðugleika. Seljendum finnst grætilegt þegar þeir hafa selt - og SVO kemur kippur. Annars vill ekki sanngjarnt fólk græða á vondum tímasetningum annarra, er það nokkuð?

Þessir kippir eru farnir að minna á jarðskjálfta og mér finnst nóg að gert.


mbl.is Glitnir býður nýja tegund húsnæðislána með 4,5% vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband