Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Hver er fórnarlamb?
Á Sky er núna verið að fjalla um fjöldamorðið í Bandaríkjunum, þann hræðilega atburð. Ég er hvarflandi burt og um íbúðina, samt er ég tvisvar búin að sjá myndbandið sem maðurinn sendi NBC. Eins og glæpurinn sé ekki nægur eins og hann var framinn er núna aðstandendum fórnarlamba núið því um nasir að morðiinginn setur sjálfan sig í hlutverk píslarvotts og segist deyja eins og Jesús.
Ég þakka þó fyrir að íslenskir fjölmiðlar hlífa okkur við þessu.
Athugasemdir
Jamm, þrátt fyrir að ég hafi gefið þeim þessa viðvörun um miðjan dag, hömm humm.
Og jájá, gleðilegt sumar ... ef það skyldi koma í borginni.
Berglind Steinsdóttir, 19.4.2007 kl. 22:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.