Gamalt kók á nýjum belgjum

Ég fór á fund undir kvöld. Þar voru veitingar í lok fundar. Ég sá á borðum kók nokkurt zero, ákvað að láta mig hafa það að bragða á drukknum - og hann reyndist eins og aðrir þeir sykurlausu kókdrykkir sem ég hef bragðað. Ég hlýt að hafa lélegt bragðskyn.

Miklu eftirminnilegra er það létta hjal sem við tókum upp við gosdrykkjuna um tungumál hinna ýmsu þjóða, þýðingar þar á milli, Wuthering Heights og pólitísk þrætuepli.

Ég set stefnuna á aðalfund Bandalags þýðenda og túlka aftur að ári. Og obbolitlu veitingarnar dugðu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað þarf maður að vera til að geta mætt á svona fund? Þarf aðgangsorð?

Guðrún Þóra (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 10:52

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ja, aðgangsorðið er þá líklega 3.000 kr. Ég er félagi, m.a.s. stofnfélagi, og hef þannig komurétt, atkvæðisrétt og málfrelsi.

Berglind Steinsdóttir, 1.5.2007 kl. 18:50

3 identicon

Já en ... Hvað þarftu að vera eða gera? Þarf réttindi eða þarftu að framvísa þýddu verki? Eða bara segja, ég er þýðandi 

Guðrún Þóra (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 20:32

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Jaaá, kjáni gat ég verið. Mér dugði að segjast vera áhugamaður um þýðingar, mætti á stofnfundinn með Gauta og hef síðan verið félagi. Ég geri ráð fyrir að það sé nóg að vera í náminu eða hafa þýtt (samt milli tungumála, hehe) - eða túlkað.

Svo heyrði ég einn stjórnarmann segja á mánudag að ef fólk heyrðist bara lýsa yfir áhuga sínum væri það umsvifalaust skráð og fengi síðan rukkun í pósti. Engin miskunn!

Berglind Steinsdóttir, 2.5.2007 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband