Litlaus kosningabarátta?

Ég heyri bæði frambjóðendur og stjórnmálaskýrendur tala um daufa kosningabaráttu. Ég treysti mér ekki til að meta það, mæti á enga fundi en fylgist vel með í útvarpi, sjónvarpi og blöðum. Reyndar leiðist mér alltaf orðið kosningabarátta - eins og þetta séu slagsmál og átök.

Hins vegar þykja mér orðin dauft og litlaust passa ágætlega við grafíkina sem birst hefur með auglýsingatextum í blöðunum. Einhvern veginn eru allir frambjóðendur hinir dauflegustu á að líta. Ég keyrði framhjá stóru spjaldi á Selfossi í gær og þar litu efstu menn út eins og aðframkomnir sjúklingar. Það þykir a.m.k. mér. Að maður tali ekki um þær auglýsingar sem birtast á bestu síðum dagblaðanna.

Væri ekki ástæða til að poppa grafíkina upp og nota litaspjaldið betur, taka a.m.k. ekki burtu þann lit sem er náttúrulegur ...?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er hneyksli!  Bara 66 innlit í dag!  Þú verður að fara að skrifa einhverjar krassandi lýsingar á ástarmálum vinkvenna þinna til að auka fjölda heimsókna!

Laufið (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 15:38

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég myndi ... gera allt fyrir frægðina ... nema kannski að koma nakin fram ... hahha. Það er spurning hvort ég eigi að tefla fram nekt einhverra annarra til að auka aðsóknina, múhhahaha. Eða, eins og Laufey leggur til, skrifa um einkalíf t.d. hennar, téhé.

Annars skil ég ekki lengur þessar innlitstölur og kýs að láta mér þær í léttu rúmi liggja (sniff).

Berglind Steinsdóttir, 8.5.2007 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband