Aðallega mynd af Vestmannaeyjum ...

Þegar leiðsögumenn telja farþega sína segja þeir stundum að siðareglur leyfi 10% brottfall í ferðinni þannig að ef maður leggur af stað með 40 manns er allt í lagi að fjórir týnist ofan í gjótu eða hverfi í hveri. Nú fóru 34 leiðsögumenn í leiðangur um síðustu helgi og 38 skiluðu sér í bæinn. Þetta stríðir auðvitað gegn öllum lögmálum en ég hef engar skýringar á tölunni.

Ég tók á annað hundrað myndir um helgina á sex ára klumpinn minn með lélegu upplausninni. Hér er mynd af Vestmannaeyjum sem Þórhildur tók af mér á göngunni ofan af Mýrdalsjökli. Núna tveimur dögum síðar æja og óa kálfarnir mínir óskaplega, og það þótt ég hafi hjólað á „nýja“ hjólinu mínu nokkurra kílómetra leið í morgun og nokkurra metra leið í hádeginu.

Berglind og hennar hugfólgnu Vestmannaeyjar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband