Þriðjudagur, 8. maí 2007
Fjórir metrar eftir
Eins og einhver fjölmiðlamaðurinn sagði eru fjórir metrar til kosninga á laugardaginn. Umhverfismál og efnahagsmál voru til umræðu í kosningasjónvarpi ÚV ohf. núna áðan. Þótt ég sé miðbæjarmús að upplagi kemur mér landsbyggðin við og ég var öll á iði yfir sjónvarpinu.
Ég var svo sein að sjá samhengi landsbyggðarinnar að það var ekki fyrr en ég fór í Leiðsöguskóla Íslands árið 2001 sem ég fór að hafa raunverulegan áhuga á henni.
Ég vann sko í fiski á Dalvík 1988 og entist ekki lengi.
Ég kenndi á Sauðárkróki 1997-8 og áttaði mig samt ekki, prísaði mig sæla þegar ég fór burt um vorið.
Ef ferðamenn eiga að halda áfram að fara um landið, njóta fegurðar náttúrunnar og fá allrahanda þjónustu verður að tryggja byggð í landinu. Svo einfaldur er sá þáttur.
Og ég horfði á síðasta Kompás með það í huga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.