Vilja Íslendingar ekki spila á harmonikku?

Nei, ég hef ekki mikla skoðun á komu Rúmenanna, ég held að ég skilji bara ekki hvernig þeim datt í hug að það væri eftir einhverju að slægjast hér í kuldanum.

En menn tala um að Íslendingar vilji ekki vinna við umönnunarstörf, ekki í fiski, ekki í þjónustustörfum - þannig að miðað við það hlýt ég að álykta að við viljum ekki spila á hljóðfæri á götuhornum Laugavegarins og þess vegna fylli útlendingar það meinta skarð.

En svo undarlegt sem það er hefur enginn heyrt að menn vilji ekki vinna við að taka frá okkur ruslið. Er það svona frábært starf - eða bara nógu vel borgað og með hentugan vinnutíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nógu var hann flinkur að spila, þessi sem ég heyrði í, vafalaust gæti hann fengið vinnu við að halda uppi stuðinu á böllum. En voru þeir að betla hreint og klárt? Sumir segja það.

Berglind Steinsdóttir, 9.5.2007 kl. 20:45

2 identicon

Var KK kannski betlari. Ég hef oft heyrt talað um hann sem götutónlistarmann ;o)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 21:57

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Nú ert þú komin í samanburðinn á eplinu og appelsínunni, sennilega viljandi. Ég sá og heyrði bara þennan eina sem þandi nikkuna - hvar voru hinir Rúmenarnir? Voru þeir kannski að betla?

Annars er sama hvernig á er litið, ég skil ekki hvað þeir vildu hingað í götukuldann.

Berglind Steinsdóttir, 9.5.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband