Misjafnt hafast menn að

Fyrsta frétt á Stöð 2 í gærkvöldi var um kvótakerfið og játningar Jakobs Kristinssonar um kvótasvindl. Fyrsta frétt á RÚV var um fyrsta gervihjartað sem grætt hefur verið í manneskju á Íslandi.

Þessar fréttir voru báðar bara á annarri stöðinni.

Róður manns þyngist sífellt, maður verður augljóslega að fylgjast með á báðum vígstöðvum - og víðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Miðað við þetta þá erum við sem náum aðeins ruv og fáum útvarpsrásum aðeins rás 1 og 2 að sjá bara hluta af þeim fréttum sem eru í gangi.

Þórður Ingi Bjarnason, 10.5.2007 kl. 12:58

2 identicon

Undanfarnar 5 kosningar hafa snúist um kvótakerfið. Í fyrsta skipti sem þær gera það ekki, reynir Stöð tvö hvað hún getur að troða því á dagskrá. Við Þórð vil ég segja þetta: Þórður, þú hefur greinilega netið, svo þú færð allar þær fréttir sem eru í gangi og eru FRÉTTNÆMAR.

Sigurgeir Orri (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og hvað, Orri, hefur ekki verið fjallað um jafnréttismál lengur en við munum og samt eiga menn nokkuð í land? Eru kjaramál eitthvað sem menn eiga að hætta að tala um þegar á móti blæs? Hefðu svertingjar átt að hætta að krefjast sömu kjara þegar þeir höfðu vindinn í fangið? Hefði Rósa Parks aldrei átt að sitja sem fastast í strætó?

Eða hvað meinarðu þegar þú setur upp þennan snúð?

Og þó að Þórður hafi netið gætu verið einhverjir aðrir að Hólum sem hafa það ekki.

Berglind Steinsdóttir, 10.5.2007 kl. 14:59

4 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Hér á Hólum er það þannig að við meigum ekki horfa á fréttir í gegnum netið. Hér er ekki boðið upp á adsl tengingu svo við erum með tengingu í gegnum skólan og því eru allir sem búa á hólum á sama kerfinu.  Þess vegna má ekki horfa á sjónvarp eða hlusta á útvarp í gegnum netið. 

Þórður Ingi Bjarnason, 10.5.2007 kl. 16:33

5 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Þvílíkt. Megið þið ekki nota netið fyrir fjölmiðlana vegna þess að álagið verði of mikið - eða er þetta ritskoðun? Einhvers staðar var ég í vikunni að tala um fjarskipti og okkur skildist að þau væru góð úti á landi líka (eins og á höfuðborgarsvæðinu), það vantaði miklu fremur almennilega vegi. En það er sem sagt pottur brotinn í fjarskiptum líka??

Berglind Steinsdóttir, 10.5.2007 kl. 23:28

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mee, ég man líka eftir mömmu úr Snæbirni - en við mamma vitum ekki hver þú ert ... þótt ég hafi gáð á síðuna þína, hmm. Ég hringdi strax í hana til að spyrja hana um samviskuna ... Hún kannski áttar sig ef ég sýni henni myndina, hmmm.

Berglind Steinsdóttir, 11.5.2007 kl. 07:56

7 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Landsbyggðin er ekki vel tengd.  Þeir sveitabæir sem eru hér fyrir utna skólasvæðið ná ekki tengingu nema gegnum símalínu með gamla modeminu.  Hér á Hólum er netið nokkuð hraðvirt þó að þegar margir eru að vinna í einu þá getur það verið skelfilega hægvirt.  Ef við vörum inn á þungarsýður og erum lengi inn á þeim þá er lokað á okkur.  Hér starfar einn aðili sem sér um tölvumál og ef honum finnst við vera gera hluti sem ekki eru æskilegri þá lokar hann á viðkomandi.  Hann getur fylst með hryfingu hjá hverjum fyrir sig hvað hver talva er að skoða þungar sýður.  Þetta er það sem landbyggðinn þarf að þola við.

Þórður Ingi Bjarnason, 11.5.2007 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband