Fótbolti er fyrir tilfinningaverur

Það sagði alltént Eggert Magnússon hjá West Ham í viðtali á Rás tvö í morgun. Það skemmti mér ógurlega því að hingað til hefur hann virst heldur fálátur. Í umræddu viðtali var hann virkilega skemmtilegur og sagði sem sé með öðru að hann væri svo mikill fótboltakall af því að í íþróttinni fengju menn útrás fyrir tilfinningar sínar. Og hann sagði að á leikjum mætti lesa í andliti sér hvort leikurinn gengi vel eða illa.

Hmmm, man ég það ekki rétt að hann hafi haft það orð á sér að vera mjög alvörugefinn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Veistu það að hann er langmesta krúttið hérna úti í fótboltanum. Knúsar bara fréttamenn og spyrla þegar hann er glaður..alltaf faðmandi og brosandi talandi þessa yndislegu ensku sína..this was a good game you know and they played well you know. You can not always win you know so I am happy you know...hehehe. You know kemur í öðru hverju orði hjá  honum. Já fótboltinn virðist gera Eggert mjög hamingjusaman mann

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.5.2007 kl. 12:44

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég trúi því vel, hann er alveg rakið krútt - nú orðið, hehe.

Berglind Steinsdóttir, 15.5.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband