Af hverju ekki rafræn atkvæðagreiðsla?

Tæknin leyfir að menn greiði jafnvel atkvæði úr heimatölvunum sínum, væntanlega með lykilorði og/eða kennitölu. Hvað bannar snögga og örugga atkvæðagreiðslu af þeim toga? Myndu menn sakna þess að frambjóðendur rúntuðu inn og út af þingi á kosninganótt? Óttast menn misnotkun? Er það óöruggara?

Ég held ekki. Og hvað sem mönnum finnst um flugvallarkosninguna forðum daga brúkuðu menn þar tölvur og létu að liggja að slíkar aðferðir væru handan við hornið.

Hvað dvelur orminn langa?

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband