Fimmtudagur, 24. maí 2007
Lítill áhugi á Síberíu
Ég hefði heldur ekki lesið þessa frétt nema vegna þess að Steingrímur (bloggvinur minn) hennar Marínar er á þessum slóðum. Margir fórust, þó engir Íslendingar og engir Bandaríkjamenn og engar litlar breskar stúlkur týndust á portúgölskum hótelherbergjum.
Ef ég hefði að vísu hlustað á hádegisfréttir hefði ég heyrt Hauk Hauksson með fréttaskýringu, þann sama rússneskumælandi Hauk og stendur fyrir Bjarmalandsferðunum.
En svona er fréttamatið, líf rússneskra námuverkamanna mega týnast og gefast tröllum tugum saman. Rússland kemur svo fáum við hérna megin.
38 létust í námuslysinu í Síberíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held þetta sé kallað "Theory of Sentimentality". Þ.e. hvernig þú svarar spurningunni: "Ef ég missi framan af fingri fimmtudaginn 24. maí 2007 og þann sama dag deyja 200 í námuslysi í Síberíu, Kína eða öðru "Langtíburtistan"-landi fyrir hvað mun dagurinn verða þér eftirminnilegur í framtíðinni?"
Við vitum öll svarið.
Sigurður Viktor Úlfarsson, 24.5.2007 kl. 21:02
Ég held að það þurfi ekki einu sinni svo mikið drama til.
Berglind Steinsdóttir, 24.5.2007 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.