Það þarf að semja við hjúkrunarfræðinga

Í fyrsta lagi er bara út úr kortinu að stéttir séu samningslausar í ár. Í öðru lagi er nú komið rækilega á daginn hvaða stéttir halda samfélaginu á floti og hvaða stéttir gera það ekki. Ef við hefðum ekki matvælaframleiðslu, rafmagn, hús, föt og aðhlynningu fyrir veika og aldraða tæki enginn eftir því þótt forysta Samtaka atvinnulífsins væri engin. Þúsundir manna hafa talað fyrir því árum saman að heilbrigðis- og umönnunarstéttir væru á betri launum en forystumenn skellt skollaeyrum við.

Nú má engan tíma missa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hafa svo sumar allt árið, þúsundir heimta það.

Í fyrsta lagi er bara út úr kortinu að stéttir séu með svo óraunhæfar kröfur að ekki sé hægt að ná samningum við þær í fjölda ára. Tugþúsundir bíða og sjá hvort hjúkrunarfræðingar fái eitthvað umfram aðra og þá eru samningar fallnir og kröfurnar tilbúnar.

Við þurfum heilbrigðis- og umönnunarstéttir. En þær væru ekki til nema kennarar hefðu kennt þeim. Og kennarar, heilbrigðis- og umönnunarstéttir mættu ekki starfa á sínum vinnustöðum ef ekki væri skúrað og rusl fjarlægt. Og vinnustaðurinn ekki til nema verkamenn hefðu byggt hann.

Þörfin fyrir vissa þjónustu vissra stétta þýðir ekki að verðlauna skuli þær sérstaklega. Og dags daglega þurfum við flest ekkert á þjónustu heilbrigðis- og umönnunarstétta að halda. Flestir tækju ekkert eftir því þó þær hyrfu svo vikum eða mánuðum skipti. Það væri bara blaðamatur og bloggfóður án persónulegrar tengingar.

Vagn (IP-tala skráð) 3.4.2020 kl. 02:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband