Ferðaávísun upp á 5.000 kr.

Ég er hlynnt þeirri aðgerð að allir fullorðnir fái ferðaávísun þegar losnar um hömlur vegna kórónuveirunnar. 5.000 kr. vega vissulega ekki þungt í ferðakostnaði en gerðin er táknræn og verður vonandi hvati fyrir fólk til að bregða undir sig betri fætinum þegar sumrar.

Einn vinur minn var með tillögu um að við afþökkuðum þessar ferðaávísanir og létum peninginn renna til heilbrigðisstarfsfólks. Mér finnst hins vegar að annað þurfi ekki að útiloka hitt og finnst sjálfsagt að borga mikilvægu fólki mikilvæg laun. Hins vegar er út í bláinn að stöndug fyrirtæki fái ölmusu frá ríkinu, fyrirtæki eins og Bláa lónið sem hefur í mörg ár okrað á túristum í krafti sérstöðu sinnar, kísilleðjunnar. 

Mér finnst gagnlegt að hugsa um veiruna í mynd eins og einhver listamaður teiknaði hana.

Kórónuveiran í mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband