Fimmtudagur, 9. apríl 2020
Hlýðum Víði
Ég hef heyrt af fólki sem ætlar í bústað um páskana en ætlar samt að hlýða Víði. Er það ekki hægt? Jú, ég held það. Ég las frétt áðan um óhlýðni fólks og óttalegar formælingar en í kommenti kemur fram að margir hafa haldið til í bústöðum sínum undanfarið og kjósa þar að vera í sinni heimangrun (nýyrði sem ég heyrði í vikunni).
Vörumst alhæfingar. Sýnum skynsemi. Drepum helvítis pödduna.
Athugasemdir
Þessa dagana er áætlað að álagið verði einna mest á heilbrigðiskerfið. Óhlýðnin felst í því að vera að þvælast í umferðinni og leggja sig í óþarfa hættu meðan heilbrigðisstarfsfólk hefur nóg annað á sinni könnu. Slysin gera ekki boð á undan sér og hvert slys er aukið álag á heilbrigðiskerfið.
Vörumst óþarfa áhættu. Sýnum skynsemi. Hlífum heilbrigðiskerfinu.
Vagn (IP-tala skráð) 9.4.2020 kl. 17:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.