Kveðjustund

Ég er svo nýbúin að kveðja báða foreldra mína að ég tárast frekar auðveldlega þegar ég sé gamlar myndir af þeim birtast á Facebook eða hér á blogginu. Ég hugsa oft til þeirra og við systkinin heyrumst sérstaklega á dánar- og jarðarfarardögum þeirra í hverjum mánuði. Nú eiga þau hvort um sig þrjá daga, afmælis-, dánar- og jarðarfarardag, í hverjum mánuði. 

Ég var hjá þeim báðum augnabliki eftir andlátið og nánast linnulaust dagana áður en mamma dó eftir stutta legu og mánuðum saman hjá pabba eftir að hann flutti á Hrafnistu. Ég get ekki á heilli mér tekið við tilhugsunina um að þau hefðu þurft að lifa ástandið núna illa á sig komin. Það hefði gert út af við okkur pabba og systur mína að vita af honum leiðum og afskiptum.

Þess vegna finn ég alveg sérstaklega til þegar ég les frétt af kveðjustund konu sem lést úr Covid-19 í dag án þess að hafa sitt nánasta fólk innan seilingar. Ég votta aðstandendum samúð mína. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband