Laugardagur, 11. apríl 2020
Sendillinn á hjólinu sem fær greitt fyrir hverja sendingu
Sif Sigmarsdóttir er réttsýnn pistlahöfundur og rétt eins og ég gerir hún sér grein fyrir hvaða stéttir skipta ekki máli á ögurstundu. Auðvitað búum við í samfélagi sem er skemmtilegra ef ekki aðeins grunnþörfunum er sinnt en ef þeim er ekki sinnt er ekki um frekari þarfir eða munað að ræða. Ef við borðum ekki til lengdar, ef okkur verður of kalt, ef við veikjumst og deyjum fyrir vikið er ekki svigrúm til að njóta félagsskapar, menningar, útiveru eða nokkurs þess sem er ofar í þarfapíramídanum.
Og hvaða stéttir keyra nú samfélagið áfram? Og hvaða stéttir gera það ekki?
Athugasemdir
Sá sem rekur matsölustaðinn, kaupir inn, borgar reikninga og laun og sér til þess að allir hafi það sem til þarf og geri það sem þeim er ætlað fellur í skuggann af þeim sem kemur með pizzuna upp að dyrum.
Þegar ruslið safnast upp og lyktin læðist um alla stigaganga hættir fólki til að stimpla ruslakallana sem merkilegasta og nauðsynlegasta fólk þjóðfélagsins. Telja þá svo ómissandi að laun þeirra eigi að vera með þeim hæstu.
Og hvaða stéttir keyra nú samfélagið áfram? Vélar keyra bíla áfram, en þeir fara ekki langt sé enginn við stýrið. Og það sem ætti að vera flestum ljóst við núverandi ástand er að góð stjórn á öllum sviðum hefur verið og verður lykil atriði.
Værum við betur sett ef Þórólfur, Víðir og Alma væru að stjórna umferð á Laugaveginum eða mæla hita og rétta sjúklingum pillur? Var talað við flugfreyju þegar Icelandair sótti mörg tonn af hjúkrunarvörum til Kína?
Vagn (IP-tala skráð) 11.4.2020 kl. 14:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.