Sunnudagur, 12. apríl 2020
Hvað eiga Eskja, Gjögur, Huginn, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan, Skinney Þinganes og Vinnslustöðin sameiginlegt?
Þetta eru útgerðir sem hafa krafið íslenska ríkið um skaðabætur vegna úthlutunar á heimildum til veiða á makríl í kjölfar tveggja dóma Hæstaréttar frá 6. desember 2018. Kvótaúthlutun og hvernig réttur til kvótaeignar hefur orðið til er eitt helsta bitbein Íslendinga síðustu áratugina. Mig grunar að í öðrum hópnum séu 150 manns og sirka 350.000 í hinum.
Gleðilega páska.
Athugasemdir
Þannig að ef Íslenska ríkið, 350.000 manns, ákveður ólöglega að þú, 1 manneskja, sért undanþegin öllum atvinnuleysisbótum og fáir bara að vinna þriðjudaga og fimmtudaga og aðeins hálft árið, svo einhverjir aðrir sem ráðamenn telja verðuga, fái að vinna hina dagana þá værir þú sæl og sátt?
Lögbrot ríkisins eiga samkvæmt þér að leyfast ef þau bitna ekki á of mörgum og fólk á ekki að krefja ríkið um bætur fyrir það tjón sem ólöglegar athafnir ríkisins hafa kostað.
Eða eru það bara útgerðir sem eiga að vera bljúgar og auðmjúkar og láta allt yfir sig ganga? Taka lögbrotum og fjárhagstjóni með bros á vör og þakklæti í hjarta?
Væri ekki nær að beina sjónum sínum að þeim sem frömdu lögbrotin og sköpuðu ríkinu þessa bótaskyldu?
Vagn (IP-tala skráð) 12.4.2020 kl. 16:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.