Leiðsögumenn á tímum Covid

Þrátt fyrir að Björn Ingi fari í taugarnar á mörgum hef ég hvergi nema á Viljanum hans séð vott af skilningi á og samstöðu með leiðsögumönnum sem hafa áratugum saman búið við ömurleg kjör og sitja nú uppi með óbætt atvinnuleysi þegar vertíðin hefði átt að vera að hefjast. Ég var sjálf leiðsögumaður í 12 sumur eða svo og lét mér duga léleg laun af því að mér fannst svo gaman. Sumarið 2013 þóttu mér innviðir svo illa sprungnir að ég hætti að taka að mér verkefni enda alltaf aukageta hjá mér. 

Ferðaþjónustan dró okkur að landi eftir hrunið en nú virðast margir útverðir hennar mega éta það sem úti frýs.

Gleðilega páska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óbætt atvinnuleysi er samt ekki alveg rétt því leiðsögumenn eiga auðvitað rétt á atvinnuleysisbótum. En það veistu. 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.4.2020 kl. 09:59

2 identicon

En líklega veit ég bara ekkert um hvað ég er að tala og þá bara hunsar þú þetta innlegg. Með bestu

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 14.4.2020 kl. 10:26

3 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Mínar heimildir í stéttinni eru að staðan sé slæm af því að næstum enginn leiðsögumaður er fastráðinn heldur eru þeir ferðaráðnir og hver ferð er uppsegjanleg með nokkurra daga fyrirvara án bóta. Þetta hefur lengi verið vandamál með stakar hringferðir sem leiðsögumenn eru bókaðir í með löngum fyrirvara en ef svo selst ekki vel í ferðina er leiðsögumaður kannski látinn vita í vikunni á undan. Atvinnuöryggið er almennt lítið.

Berglind Steinsdóttir, 15.4.2020 kl. 06:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband