Hún Vigdís

Ég man því miður hvað ég var þröngsýn og afturhaldssöm 1980. Ég var ekki komin með kosningarrétt en ef ég hefði mátt kjósa hefði ég kosið Guðlaug Þorvaldsson ríkissáttasemjara eins og ég held að mamma og pabbi hafi bæði gert. Ég vakti yfir kosningasjónvarpinu en undir morgun var ég orðin dús við að hún ynni. Sem betur fer, ég var ekki forhertari og óþroskaðri en svo að ég sá auðvitað mannkosti hennar og skildi það gildi sem Ísland markaði með þessu skynsamlega vali.

Hún er enn uppáhaldsforsetinn minn þótt ég hafi mikið dálæti á Guðna. Ég vona að ég þurfi ekki að útskýra þau áhrif sem hún hafði á jafnrétti, náttúruást og menntun, þar með talin tungumál. Hún var einfaldlega framúrskarandi forseti og er núna sem fyrr framúrskarandi manneskja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband