Þriðjudagur, 21. apríl 2020
Efnahagslegt kul
Vegna þess að allt hrökk fyrirvaralaust í lás án þess að við fengjum svigrúm til að skipuleggja góða nýtingu á dauðum tíma er fyrirsjáanlegt að á næstu árum muni skattbyrði aukast, innviðir veiklast og þjónusta minnka. Það er leiðinlegt en það er ómögulegt að horfa framhjá því.
Ég fæ lítinn skell en ég mæti tjóni mínu með glöðu geði ... ef fyrirtækin sem hafa fengið geðveika fyrirgreiðslu á minn kostnað og annarra skattgreiðenda undanfarna áratugi stíga fram og gangast við ábyrgð sinni. Er ekki einhver blaðamaður til í að spyrja framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins hvort stöndugu fyrirtækin séu ekki til í að hlaupa undir bagga af samfélagslegri ábyrgð frekar en að skara fyrst og fremst eld að eigin köku? Allir talsmenn allra málaflokka virðast fyrst og fremst væla fyrir hönd þeirra sem hafa það allra verst og enginn nema Margrét Kristmannsdóttir hjá Pfaff virðist til í að horfa í eigin barm.
Ég þigg alveg uppbyggilegar áminningar um jákvæða einstaklinga í framvarðasveit atvinnulífsins. Ég man eftir einum og það er Kári Stefánsson.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.