Föstudagur, 24. apríl 2020
Bróðir minn er þorskur
Ég er ekki að segja að hann sé heimskur enda veit ég ekki hvort þorskar eru það. Þeim eru bara búin dálítið óheppileg æviskilyrði ef þeir lenda í netum sjómanna. Nei, Gummi bróðir er þorskurinn sem lifði netaveiðarnar af og hreykir sér nú eins og hann sé útgerðaraðallinn. Hann þverskallast við að endurgreiða skuld við mig sem hann og lögmaðurinn hans kalla fyrnda.
Ég ætla að rifja örsnöggt upp hvernig í landinu liggur. Árið 2008 keypti hann íbúð sem hann átti ekki fyrir og fékk lánað hjá mér handveð. Bankakonan fullyrti við hann að þetta væri formsatriði og Gummi fullyrti við mig að þetta væri formsatriði. Ég var blinduð af fjölskyldukærleik, öðru nafni meðvirk, og fannst óþarfi að bankinn hirti alls konar gjöld af svona formsatriði þannig að ég lánaði honum handveð.
Svo gat hann ekki borgað og það var enginn forsendubrestur vegna hrunsins, það er einfaldlega óráðsía manns sem kann ekki að fara með peninga, og bankinn gekk að MILLJÓNUNUM MÍNUM FIMM. Til viðbótar þessu hafði ég lánað honum tvær milljónir til að borga rekstrarreikninga vegna sjoppu sem hann átti (að nafninu til). Af hverju var ég svona múruð? Ég var nýbúin að selja íbúð og ekki búin að finna íbúðina sem ég vildi kaupa.
Hann átti ekki fyrir skuldinni fyrr en í fyrra þegar hann fékk greiddan út arf en hann og lögmaðurinn hans vilja núna ekki að Gummi borgi skuldina af því að ég byrjaði ekki að ganga eftir henni innan fjögurra ára frá lántöku.
Ég er ekki banki, þetta var ekki viðskiptakrafa, ég var ekki í áhætturekstri, ég var ekki með neina gróðavon, ég var litla systir óvirks alkóhólista að gera honum peningalegan greiða enda hefði hann annars beðið mömmu og pabba í eitt skiptið enn og ég vildi hlífa þeim.
Ég er auðvitað búin að afskrifa þennan bróður en ekki skuldina. Ég geng eftir henni í tölvupósti en á eftir að fara til hans á Sólheimum þar sem hann er garðyrkjumaður skv. símaskrá. Ég treysti mér ekki til að tala við hann í síma af því að til langrar fortíðar veit ég að hann hlustar aldrei. Ég á handskrifuð bréf sem bæði ég og mamma skrifuðum honum fyrir meira en 20 árum til að útskýra sjónarmið sem hann hlustaði aldrei á en samt var ég meðvirk með göllunum á honum til ársins 2008. Eftir það hætti ég reyndar að greiða götu hans. Hann hætti ekki að betla, hann vildi m.a. að ég keypti gamla tölvu í greiðaskyni af einhverjum ólöglegum leigjanda hjá honum til að sá gæti borgað Gumma leiguna! Ég veit að það er talað um skattsvik á Íslandi sem þjóðaríþrótt en meira að segja þar er Gummi þorskurinn í hásæti sínu.
Athugasemdir
Mér var í mæltu máli bent á að þessi setning gæti misskilist: Árið 2008 keypti hann íbúð sem hann átti ekki fyrir og fékk lánað hjá mér handveð.
... sem hann átti ekki fyrir ... væri afvegaleiðandi vegna þess að maður á ekki fyrir íbúðum sem maður fær lán fyrir.
Ég átti við að hann hefði aldrei verið borgunarmaður fyrir lánunum og þess vegna nýtti hann sér lán hjá mér sem hann vissi að hann gæti ekki endurgreitt. Hann er sem sagt alltaf að verða augljósari óreiðumaður og glæpamaður í mínum augum. Hann stal af mér, mömmu og pabba endalaust og væntanlega af öllum sem hafa greitt götu hans. Ég vil ekki nafngreina fólk en æskuvinir hans hafa sumir setið í súpunni. Gummi fór frá Víðihlíð með skít og skömm, frá SÁÁ og frá einhverri blómabúð -- allir alltaf andstyggilegir við hann. Grunsamlegt. Hann flutti inn eiginkonu frá Filippseyjum sem fór eins fljótt í burtu og hún komst.
Af hverju ætti næsta holl að sleppa? Fólkið sem hann vinnur með á Sólheimum. Hann er lunkinn við að koma sér inn undir hjá grunlausu fólki og ég segi það aftur að ég er ekki auðglapin en lét blindast af fjölskyldukærleik.
Berglind Steinsdóttir, 26.4.2020 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.