Music appreciation

Eitt af því sem ég hef öfundað Trausta bróður minn af er að þegar hann var í þjóðfélagsfræðinámi í Bandaríkjunum fyrir margt löngu valdi hann áfanga sem hét music appreciation, einhvers konar hraðkynningu á tónlistarsögunni. Mig vantar svoleiðis af því að ég hef hvorki þekkingu né nógu mikinn áhuga á tónlist. Hins vegar finn ég alveg að tónlist er mér mjög mikilvæg og hef gaman af mörgum lögum.

Atvik höguðu því þannig á sumardaginn fyrsta að ég fór að leita að tilteknu Bítlalagi sem ég fann og allt í einu er ég orðin mikill aðdáandi Pauls McCartneys. Þvílík hlýja, þvílíkur húmor, þvílík manngæska sem stafar frá honum, að ógleymdri tónlistinni.

Og í gærkvöldi var frábært minningaferðalag í boði hjá RÚV. Ég hef aðallega sóst eftir umræðuþáttum í útvarpi, ekki síst um pólitík og samfélagsmál, en ég er að hugsa um að mennta mig í tónlist það sem eftir er. Ég á bara svo grefilli mikið ólært.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Here comes the sun er mitt H lag með Bítlunum :) 

Svo mæli ég svooo með þessu carpool karíókí - hlusta, horfa og njóta. https://www.youtube.com/watch?v=QjvzCTqkBDQ

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 27.4.2020 kl. 09:22

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ji, ég lagði allt frá mér til að horfa á þáttinn. Paul McCartney er nýjasta ástin í lífi mínu. smile Uppáhaldslagið er Blackbird. Andvarp.

Berglind Steinsdóttir, 27.4.2020 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband