Ríkið er bara við sjálf

Ég veit ekki alltaf hvar ég vildi raða mér á hinn pólitíska ás þótt ég fari alltaf á kjörstað og velji þann flokk sem ég á mesta samleið með en ég hef skýrar skoðanir á hinu og þessu. Mér finnst ekki alvarlegast að fólk verði atvinnulaust í stórum stíl – ekki alvarlegast – heldur að fólk hafi kannski ekki framfærslu. Mér finnst eðlilegt að fólk hafi eitthvað fyrir stafni og mér finnst að fólk eigi að leggja gott til, bæði í vinnu og einkalífi, og uppskera en mér finnst t.d. ekki sáluhjálparatriði að fólk vinni 40 tíma á viku, enn síður 50 tíma á viku.

Ef heimurinn heldur jafnvægi með gríðarlegu atvinnuleysi má spyrja: Hvað gerði fólk áður sem enginn saknar? Eða söknum við einhvers annars en ferðalaga? Er ekki mikil atvinna búin til handa fólki án eftirspurnar? Væri ekki nær að stytta vinnuvikuna í 20 tíma yfir línuna?

Já, ég var að horfa á Silfur dagsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ef fólk hefur ekki atvinnu hefur það ekki framfærslu. Jú, það er vissulega hægt að halda fólki uppi á kostnað ríkisins í einhvern tíma, en til lengri tíma er atvinnan grundvöllur framfærslunnar. Heimurinn heldur engu jafnvægi með gríðarlegu atvinnuleysi. Það er einfaldlega útilokað.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.5.2020 kl. 23:59

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Lög um 40 tíma vinnuviku voru sett á Íslandi 1972, fyrir 48 árum. Í millitíðinni hafa orðið miklar tækniframfarir sem ættu að hjálpa okkur að stytta vinnuvikuna. Í millitíðinni hefur líka verið búin til mikil gerviþörf fyrir alls konar óþarfa. Ef allt er lagt saman þarf fólk ekki að vinna 40 tíma á viku. Þú hlýtur að átta þig á að ég var ekki að tala um að fólk ætti ekki að vera í vinnu og afla sér lífsviðurværis. Svo gætirðu líka horft í kringum þig og gáð að öllum þeim fjölda fólks sem er í vinnu án þess að samfélagið verði ríkara í einhverjum skilningi.

Berglind Steinsdóttir, 4.5.2020 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband