Ég skokka

Já, allir skokka, hjóla eða eru á fjallaskíðum í kringum mig. Ég skokka mjög hægt, ég get í besta falli hlaupið 10 km rétt undir klukkutíma en ef brekkur eru á leiðinni næ ég því ekki. Við þurfum heldur ekki öll að vera best. Ég hleyp hraðar en ég myndi gera ef ég stæði aldrei upp úr sófanum en ég geri margt annað mjög vel.

Það er samt rosalega mikið að fara út úr þægindarammanum að birta sólóhálfmaraþonhlaupið mitt frá því í morgun. Hlaupahópurinn minn ætlaði til Riga núna um miðjan maí til að taka þátt í hlaupinu þar en veiran setur strik í alla reikninga og þess vegna setti þjálfarinn okkar, Rúna Rut, upp prógramm þar sem hver og einn hlypi á sínum tíma. Og ég gerði það í morgun. Hins vegar erum við tvær sem ætlum að hlaupa yfir Hellisheiðina í næsta mánuði þegar veður er gott og vindur hagstæður. Þetta er nefnilega skemmtilegt og ekki alltaf keppni um að vera 1., 2. eða 3. í mark.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband