16. mars -

Skrýtið. Það eru bara tveir mánuðir síðan tilkynnt var að við yrðum að umgangast fólk úr fjarlægð og allt þetta sem hefur verið veruleiki fólks undanfarið. Tveir mánuðir og okkur finnst flestum það heil eilífð, held ég. Tekjufall, svartsýnar spár, gjaldþrot, 50% atvinnuleysi á heimsvísu, andarteppa, vonleysi, uppsagnir, dökk rót í hári, já, eða grá, verkir í líkamanum sem sjúkraþjálfarar geta unnið gegn, verkir í sálinni, heimsendur matur, hámhorf á sjónvarp, heimakennsla. 

Og svo PÚFF, allt í einu er útlit fyrir að ferðaþjónustan sjái fram á bjarta tíð með blóm í haga og að við komumst til útlanda í sumar. Hlaupið sem ég átti að taka þátt í í Riga á sunnudaginn, 17. maí, hefur verið sett á dagskrá í október.

Verður dýfan þá bara til þriggja mánaða? Það sem ég skal þá fagna -- en auðvitað bara hóflega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband