99 umsagnir og svo þessi eina

Ég stend á tímamótum og þá verður mér litið um öxl. Ég man eitt árið þegar ég kenndi íslensku í einhverjum framhaldsskólanum og í lok árs fékk ég nemendamat. Einkunnir og umsagnir voru jákvæðar og fallegar en einn nemandi hafði skrifað: „Hún hefur hlustað á „Always look at the bright side of life“ aðeins of oft.“

20 árum síðar er ég nú að velta fyrir mér hvað hafi vakað fyrir nemandanum. Þetta var a.m.k. ekki jákvæð umsögn. 

Svo er ég að velta fyrir mér átakafælni eða átakasækni. Hvar dregur maður línuna? Hvenær er maður farinn að láta allt pirra sig og hvenær er maður farinn að láta valta yfir sig? Og hvernig á maður að finna jafnvægið á milli þess að sætta sig við of mikið og spyrna of fast við fótum? Hvenær er fólkið farið að skipta of miklu máli miðað við verkefnin sem þarf að vinna? Á að hanna skipurit út frá fólkinu á vettvangi eða út frá verkefnunum sem þarf að vinna?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband