Íslenska sumarið

Mig langar talsvert mikið að búa í heitu landi þar sem ég get gengið að sólinni vísri alla daga. Ég bjó eitt sumar í Róm og fannst geggjað að geta farið út í léttum kjól, verið í léttum kjól allan daginn og farið heim í léttum kjól án þess að þurfa að kasta mér í skjól eða taka með mér peysu eða úlpu í bakpoka fyrir daginn.

Samt finnst mér frábært að hafa íslenska breytilega veðrið. Í dag var t.d. rigningarlegt en í gær var sól og blíða í Reykjavík allan útivistartímann minn. Ég fór út að hlaupa og villtist um Kópavoginn og seinni partinn hjólaði ég í Ikea og villtist um Hafnarfjörðinn. Dýrðin ein.

Í dag var vel hægt að vera úti en allt í lagi að þurfa að vera inni og prófarkalesa ársskýrslu.

Ég er bara frekar kát með lífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband