Miðvikudagur, 10. júní 2020
Fælir skimunargjaldið frá?
Flestir virðast hafa tilhneigingu til að horfa á málin frá eigin sjónarhorni sem er ekkert óeðlilegt. Og hér ætla ég að gera það: Ef ég væri útlenskur ferðamaður á leið til Íslands í frí þætti mér eðlilegt og æskilegt að gæta fyllsta öryggis. Hver ætti frekar að borga fyrir það en ég?
Ferðaþjónustan ber sig illa og segir að skimunargjaldið fæli frá. Þegar við förum til Bandaríkjanna borgum við eitthvert ESTA-gjald, í Evrópu er rukkað gistináttagjald og ég veit ekki til þess að það fæli allan fjöldann frá. Eiga íslenskir skattgreiðendur að borga fyrir skimunina? Á Kári að borga?
Eða eigum við ekki að skima? Ég spyr þess ekki í kaldhæðni, ég veit ekki hvort það tryggir öryggið í raun. Kannski er tímabært að við sleppum veirunni lausri og tökum skellinn.
Ég veit samt að ég er ekki með allar upplýsingarnar og að ég er ekki til þess bærust að ákveða fyrir fjöldann. Þess vegna treysti ég fólkinu sem hefur sýnt að það hugsar um almannahag, þríeykinu.
Athugasemdir
Mér finnst skynsamlegt að skima - því þá vitum við eitthvað hvað er að gerast. Þegar við höfum þær upplýsingar getum við tekið ákvarðanir um næstu skref.
Hrafnhildur (IP-tala skráð) 10.6.2020 kl. 08:56
Ég átti bókað far frá Bandaríkjunum 6. júlí og til baka 27. júlí. Hafði samband við Icelandair í gær og kamseleraði ferðinni.
Sennilega verð ég ekki sá eini.
Kveðja frá Montgomery Texas
Jóhann Kristinsson, 10.6.2020 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.