Föstudagur, 12. júní 2020
Forsetakosningar 27. júní
Ég horfði á kappræður forsetaframbjóðendanna í gær, einmitt á vefnum af því að útsendingin rofnaði í miðju kafi. Guðni Th. þarf að gjörbreytast til að ég kjósi hann ekki en ég hreinlega vorkenndi honum að þurfa að standa í þessum skrípaleik. Mig langar að vera málefnaleg en það þyrmdi svo yfir mig að horfa á Guðmund Franklín opinbera skilningsleysi sitt trekk í trekk og sýna dónaskap með frammíköllum. Að vísu finnst mér Heimir þáttastjórnandi mega stilla sig aðeins betur en kannski er það ekki á færi nema dauðra manna að kippast ekki við þegar Guðmundur Franklín byrjar að gjamma.
Guðmundur Franklín er gjammari án málefnalegrar innstæðu. Ég efast ekki um að hann sé gæddur einhverjum kostum en ekki þeim kostum sem prýða forsetann minn. Og það hvarflar ekki að honum að hann verði kjörinn enda vill hann bara kastljósið á sig og orkupakkann.
Athugasemdir
Ég horfði á þennan "sirkus" á stöð2 í gærkvöldi og þar fannst mér frammistaða núverandi forseta með þeim hætti að ég get ekki ímyndað mér að nokkru einasta mannsbarni8, með fulla fimm, detti í hug að veita honum atkvæði sitt.............
Jóhann Elíasson, 12.6.2020 kl. 11:25
Nú? Hvað var það helst? Eru þá 85% þjóðarinnar ekki með fulla fimm?
Berglind Steinsdóttir, 12.6.2020 kl. 13:10
Horfðu bara á þáttinn aftur. Ég nenni ekki að fara að munnhöggvast við þig um frambjóðendurna, enda tel ég ekki að það hafi nokkra þýðingu. Kannski er full djúpt tekið í árina hjá mér að fólk sé ekki með fulla fimm en það er nokkuð ljóst að þessir aðilar hugsa ekki mikið um framtíð lands og þjóðar.....
Jóhann Elíasson, 12.6.2020 kl. 13:36
Hmmmm...Guðni.
1. Lýsti þjóð sinni sem fábjánum í þorskastíðinu og reynir svo í dag að segja að það hafi verið grín.
2.Marglýst því yfir í pistlum og ræðum að við áttum að samþykkja ICESAFE sem hefði þýtt að við værum í verri málum í dag an Grikkir. Gott að hann var ekki forseti þá.
3.Sat heima eins og lúser þegar íslendingar frömdu sinn stórglæsilegasta íþrótta afrek með því að komast á HM í Rússlandi og varð þar með þjóð okkar til háborinna skammar.
4. Veitt barnaníðing uppreisn æru og reyndi svo að fela sig á bak við það að kerfið hefði brugðist. Skrifaði bara undir án þess að kynna sér málin. Glæsilegt eða hitt þó heldur.
4. Samþykkti O3 þrátt fyrir að skoðanakannanir sýndu að rúm 80% þjóðarinna voru á móti. Faldi sig á bak við sýna ákvörðun að einungis 7000 undir skirftir hefðu borist, þannig að fyrir honum skipta skoðanakannanir ekki máli eða vilji þjóðar.
Guðni er sá forseti sem myndi selja þjóð sína einn, tveir og þrír til EU ef hann fengi að ráða. Við höfum ekkert að gera með forseta sem tilbúin er til þess. Þessi upptalning lýsir best þvæi hvernig Guðni er og bara samþykktin fyrir barnaníðingin hefði verið næg ástæða til að segja af sér.
Sigurður Kristján Hjaltested, 13.6.2020 kl. 15:15
Og ekki má gleyma því í þessari upptalningu Sigurður að Guðni skrifaði undir lög sem heimiluðu FÓSTUREYÐINGAR TIL ENDA 22 VIKU MEÐGÖNGU......
Jóhann Elíasson, 13.6.2020 kl. 20:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.